Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Karim Benzema endar uppi sem markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid.
Benzema hefur verið stórkostlegur fyrir Real undanfarin ár og byrjaði að skína eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.
Benzema er 35 ára gamall og á mögulega tvö til þrjú ár eftir í hæsta gæðaflokki ef ekki meira.
Frakkinn er með 336 mörk í 624 leikjum fyrir Real og er næst markahæstur í sögu félagsins, á eftir Ronaldo.
Ronaldo skoraði 451 mark í 438 leikjum fyrir Real en hann kvaddi félagið fyrir fimm árum síðan.
Benzema þarf að halda áfram uppteknum hætti næstu árin til að bæta met Ronaldo en hann var valinn besti leikmaður heims á síðasta ári.