Arsenal stuðningsmönnum hafa borist heldur betur góð tíðindi því Gabriel Martinelli hefur samþykkt að krota undir nýjan samning við félagið.
Það er David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, sem greinir frá þessum tíðindum.
Samningur Martinelli, sem er lykilmaður hjá Arsenal, var að renna út eftir næstu leiktíð. Möguleiki var á að framlengja þann samning um tvö ár.
Nýr samningur mun hins vegar gilda til 2027.
Verið er að ganga frá smáatriðum áður en Martinelli skrifar undir og samningurinn verður formlega opinberaður af Arsenal.