fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sigurður dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 17:18

Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Snorrason hefur verið dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023 af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Á dögunum sagði Heimildin frá því að Sigurður hefði veðjað á fjölda leikja hér á landi á meðan hann var leikmaður Aftureldingar, þar á meðal leiki síns liðs.

Nú liggur niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar fyrir. Samkvæmt henni veðjaði leikmaðurinn fjórum sinnum á leiki sem hann tók þátt í. Sigurður hefur verið bannaður frá allri þátttöku í knattspyrnu á þessu ári.

Óheimilt er að leikmenn hér heima veðji á leiki í íslenska boltanum, þó svo að það sé ekki í þeirra deild.

Sigurður er ekki lengur á mála hjá Aftureldingu, en hann er hjá KFK í fjórðu deild.

Úr niðurstöðu í máli nr. 14/2022:

Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla. Líkt og fram kemur í greinargerð varnaraðila eru ekki gerðar athugasemdir við getraunaleiki hans á tímabilinu 23. júlí 2022 til 4. september 2022, sem taldir eru upp í fylgiskjali sem kærandi hefur lagt fram í málinu. Að því virtu þykir nefndinni, m.t.t. sönnunarkrafna í agamálum, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls í máli nr. 1/2021, að fullnægjandi líkur [comfortable satisfaction] séu á sekt varnaraðila. Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.

Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins. Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.

Samkvæmt því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða varnaraðila í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, þ.e. frá 1. febrúar til 15. nóvember.“

Úrskurður í máli nr. 14/2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“