fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hefur hrellt bæjarbúa í meira en ár – „Hann ræðst á mig á hverjum degi“

Pressan
Föstudaginn 27. janúar 2023 19:00

Rachel Gross og kalkúnninn - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í bænum Coon Rapids í Minnesota ríki í Bandaríkjunum hafa þurft að búa við miklar hremmingar af völdum kalkúns. Um er að ræða villtan kalkún sem hefur hrellt íbúa í hjólhýsagarði bæjarins í meira en heilt ár.

Í umfjöllun People um málið kemur fram að fuglinn sé árásargjarn og að hann hafi fyrst skotið upp kollinum í kringum þakkargjörðarhátíðina árið 2021. Síðan þá hefur hann ráðist á fólk, elt bíla og jafnvel reynt að komast inn á heimili fólks.

Kalkúnninn virðist hafa eitthvað sérstaklega á móti einum íbúanum, Rachel Gross. Rachel fullyrðir að kalkúnninn hafi komið fyrr, eða um sumarið árið 2021, og að hann hafi komið ásamt fullt af öðrum kalkúnum. Hún segir hina kalkúnana hafa farið svo nokkrum vikum seinna en að þessi hafi orðið eftir.

„Hann ræðst á mig á hverjum degi,“ segir hún um kalkúninn. „Hann eltir mig, fer upp stigana hjá mér og reynir að komast inn í húsið mitt. Þegar ég fer í bílnum mínum þá eltir hann bílnum mínum.“

Í myndbandi sem tekið var af kalkúninum sést hvernig kona nokkur reynir að hræða hann í burtu með því að úða vatni á hann, án árangurs. „Hann er óhræddur við vatn og að því virðist líka fólk,“ segir í umfjöllun WCCO á CBS um málið.

Bæjarbúar hafa því tekið upp á því að vera vopnaðir kústum og golfkylfum þegar þeir ganga um bæinn. Jafnvel börn eru með prik í hendi sér þegar þau ganga út á strætisvagnastoppistöðvar.

Rachel segist einnig vera á varðbergi þegar hún fer út af heimili sínu en þá klæðist hún öryggisgleraugum. „Ég er alltaf frekar stressuð og kvíðin,“ segir hún. „Þessi kalkúnn er bókstaflega búinn að taka yfir líf okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru