fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þegar Avril Lavigne tjáði sig um lífsseigu samsæriskenninguna

Fókus
Föstudaginn 27. janúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú undarlega kenning hefur gengið í þó nokkur ár að söngkonan Avril Lavigne sé í raun dáinn og hafi verið dáin frá árinu 2003. Hennar í stað hafi svo komið tvífari, leikkona að nafni Melissa Vandella.

Þeir sem trúa á þessa kenningu hafa bent á ýmisar meintar sannanir fyrir þessari fullyrðingu. Svo sem að Avril hafi skyndilega breyst í útliti, rithönd hennar hafi tekið breytingum, hæð hennar sé önnur og söngstíll og fatasmekkur hafi tekið róttækum breytingum.

Svo mikið var rætt um þessa kenningu að söngkonan á endanum þurfti að tjá sig um hana. Þegar hún var að kynna eina plötu sína sagði hún í samtali við Entertainment Weekly: „Þetta er meira svona heimskulegur internetorðrómur og ég er gáttuð að fólk sé að kaupa þetta. Er þetta ekki furðulegt? Þetta er svo heimskulegt. Ég lít nákvæmlega eins út. Annars vegar er fólk að segja – guð minn góður þú hefur ekkert breyst og svo hins vegar er fólk að segja – guð minn góður hún er dáin.“

Áður hafði Avril sagt að hún líti svo á að fólki á Internetinu leiðist hreinlega alltof mikið og vanti eitthvað að tala um.

Poppsálin tók samsæriskenninguna fyrir árið 2021 og rakti þar að umrædd samsæriskenning eigi rætur að rekja til brasilískrar bloggsíðu sem hafi haft það að markmiði að kanna hversu hratt slúður dreifist og hversu auðvelt það er að blekkja fólk. Bloggsíðan hefur staðfest að um uppspuna hafi verið að ræða, en þá hafði kenningin þó öðlast eigið líf og lifir enn góðu lífi í netheimum.

Hafa margir bent á að Avril var mjög ung þegar hún sló í gegn og eðlilegt að fatasmekkur hennar og útlit hafi tekið breytingum í gegnum árin. Ekki sofa stjörnurnar í formalíni og enginn er unglingur að eilífu.

Sjá einnig: Meint andlát Avril Lavigne og róandi máttur samsæriskenninga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“