Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, stóð uppi sem sigurvegari í þýsku raunveruleikaþáttunum Let´s Dance í fyrra, ásamt dansfélaga sínum Renata Lusin. Í sérstökum jólaþætti Let´s Dance tóku þátt sigurvegarar og efstu keppendur úr undanförnum þáttaröðum Let´s dance.
Dansfélagi Rúriks í jólaþættinum var atvinnudansarinn Malika Dzumaev og gerðu þau sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar þáttarins.
Verðlaunafé í þættinum rann til góðgerðarmála, og valdi Rúrik sem fyrr að láta sinn skerf renna til SOS Barnaþorpanna á Íslandi, tíu þúsund evrur eða um eina og hálfa milljón króna.
View this post on Instagram
Vinningsfé Rúrik eftir keppnina í fyrra var 2,2 milljónir króna. Rúrik hefur verið velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna síðan 2018 og hefur hann vakið athygli á starfi samtakanna með ýmsum hætti. Sjónvarpsþáttur um ferð Rúriks í SOS barnaþorp í Malaví á síðasta ári skilaði því að mörg hundruð börn í SOS barnaþorpum fengu íslenska SOS foreldra.
Hér má sjá eitt af dansatriðum Rúriks og Malenu úr jólaþættinum.