Thomas Partey verður áfram laus gegn tryggingu fram á næsta sumar. Mirror segir frá.
Miðjumaðurinn er lykilmaður hjá toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Partey var handtekinn fyrir þrjár nauðganir gegn tveimur konum síðasta sumar. Síðar var þó eitt málið látið niður falla.
Partey hefur ekki enn verið nafngreindur í enskum fjölmiðlum vegna laga í landinu. Hann hefur þó verið nafngreindur víða annars staðar.
Málið er enn í rannsókn og er Partey laus gegn tryggingu á meðan.
Þetta er í þriðja sinn sem tryggingin er framlengd. Nú rennur hún út í júlí á þessu ári.
Sjálfur hefur Partey alltaf neitað öllum ásökunum.
Partey hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2020. Hann kom frá Atletico Madrid.