Það hefur verið uppi orðrómur um að önnur hver stjarna sprauti sig með sykursýkisyfinu Ozempic til að halda kílóunum í skefjum.
Kim og Khloe Kardashian, Kyle Richards út Real Housewives of Beverly Hills og leikkonurnar Jameela Jamil og Mindy Kaling hafa allar verið sagðar nota lyfið að staðaldri en neita því staðfastlega.
En þáttastjórnandinn og grínistinn Rosie O’Donnell, sem sjálf notar sambærilegt lyf þar sem hún er með sykursýki, segir bókstaflega alla í Hollywood nota sykursýkislyf til að bæla niður matarlyst.
O’Donnell, sem er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum, sagði í spjalli á TikTok að í Los Angeles væru haldin Ozempic partý þar sem lyfið, svo og önnur sambærileg væru sprautuð í gesti á meðan þeir sypu á kampavíni og kokteilum.
Allir og ég meina allir
Í spjallinu var hún spurð að því hvar stjörnurnar fengju lyfin, sem aðeins er afgreidd gegn lyfseðli, og svaraði hún því til að það væri lítið mál fyrir fræga fólkið að fá skrifað upp á svo að segja hvað sem er.
„Það er allir, og ég meina allir, í Hollywood á þessu sprautum,” fullyrti O’Donnell í spjallinu.
Það hafa lengi verið á kreiki sögusagnir um að Kim Kardashian hafi notað Ozempic til að grennast nógu hratt til að komast í hinn sögufræga kjól Marilyn Monroe en hún mun hafa misst hvorki meira né minna en 8 kíló á þremur vikum.
Notkunin er orðin það víðtæk að farið er að tala um Ozemic andlit og er þá vísað til þess að lyfið valdið því að fita í andliti hverfi hratt og því þurfi notendur að stórauka notkun á fyllingarefnum og botoxi. Sumar konur hafa jafnvel þurft á lýtaaðgerð að halda vegna notkunar á lyfinu.
Stærsta sprengjan síðan Viagra kom á markað
Dr Paul Jarrod, þekktur húðsjúkdómafræðingur í New York, sagði nýlega í viðtal við New York Times að hann væri að drukkna í beiðnum um Ozemic.
Jafnvel þótt að mánaðarskammturinn kosti 1000 dollara eða rúmlega 146 þúsund krónur.
„Ég hef ekki séð aðra eins sprengju frá því Viagra kom á markað,” segir læknirinn í viðtalinu.
„Daglega eru að koma til mín fimmtugar konur sem allt í einu eru orðnar grindhoraðar og með húðina hangandi á andlitinu, í leit að fylliefnum sem þær þurftu ekki áður. Ég spyr þær alltaf hvort þær séu að sprauta sig með Ozempic og í 100% tilfella svara þær játandi.“
Reyndar er eftirspurnin það mikil að það mun vera orðinn skortur á lyfinu, sem kemur sér afar illa fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á því að halda.
„Það er ríkasta eina prósentið sem kaupir upp alla framleiðsluna,“ segir læknirinn enn fremur í í viðtalinu.
Þáttastjórnandinn og grínistinn Chelsea Handler gerði grín að notkun lyfsins þegar hún var kynnir á Critics Choice Awards í síðustu viku.
“Vitið þið hvað gaslýsing er?“ spurði hún áhorfendur. “Það er þegar stjarna segist hafa grennst með því að drekka meira vatn en er í raun eins og allir, að sprauta sig með Ozempic.”
Reyndar upplýsti Handler í hlaðvarpi sínu að hún hefði óvart notað sambærilegt lyf. Hún var þá búin að vera í fríi á Spáni og bætt á sig nokkrum kílóum. Handler leitaði því til læknis til að fá ráð um hvernig mætti losna við þau sem fyrst og skrifaði hann út lyf fyrir hana.
Handler notaði lyfið í nokkra daga áður en hún fletti því upp og sá að það var systurlyf Ozempic.
“Ég hætti strax á þessu og eins leiðinlegt og það nú er greip ég frekar til þess ráðs að sleppa áfengi til að losa mig við þessi aukakíló. Ég er skelfilega óábyrg, ekki síst þegar þegar kemur að lyfjum því ég tek næstum hvað sem er, en ég set strikið við notkun á sykursýkislyfjum,“ sagði Chelsea Handler í hlaðvarpi sínu.