Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur lagt fram 60 milljón punda tilboð í Moses Caicedo, miðjumann Brighton. Frá þessu greinir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano rétt í þessu.
Arsenal er í leit að miðjumanni í kjölfar meiðsla Mohamed Elneny og greinir Romano nú frá tilraun Arsenal í að ná Caicedo.
Chelsea er einnig á höttunum eftir leikmanninum en 55 milljóna punda tilboði félagsins fyrr í janúar var hafnað.
Romano segir viðræður um Caicedo á mikilvægu stigi þessa stundina.
EXCLUSIVE: Arsenal have submitted £60m bid to sign Moises Caicedo as new midfielder 🚨⚪️🔴 #AFC
Chelsea had £55m verbal proposal rejected this January as Brighton hope to keep the player — but Arsenal are now pushing.
Negotiations enter into key stages for Caicedo’s future. pic.twitter.com/WZp3RKRdbx
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2023