Það er ýmislegt sem spilar inn í þegar tekið er ákvörðun um ágæti bíósals. „Upplifunin snýst vissulega ekki aðeins um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins,“ segir hann í grein á Kvikmyndir.is.
„Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki lengur um úrval kvikmynda í sýningu heldur aðstöðuna sjálfa. Hver býður upp á bestu upplifunina?“
Besti bíósalurinn á landinu að mati Heimis er AXL salurinn í Laugarásbíó.
„Egilshöll og Smárabíó eru óneitanlega frábær bíó. AXL salurinn í Laugarásbíó hefur samt allt sem ég vil. Stóra tjaldið sem umvefur mann. Hljóðið sem hristir mann til. Dolby Atmos intró-ið er jafn skemmtilegt í hvert einasta skipti. Að mínu mati er AXL sá allra besti en mér finnst frábært að öll bíóin séu í samkeppni um að vera best. Það er win-win fyrir okkur áhorfendur,“ segir hann.
Næstbesti er MAX salurinn í Smárabíó og í þriðja sæti var salur 1 í Sambíóunum Egilshöll.
Í neðsta sæti á lista Heimis er salur 3 í Háskólabíó.
„Þrátt fyrir titilinn „verstu og bestu salirnir“ þá tek ég fram að mér finnst enginn salur á Íslandi slæmur. Þeir eru bara misgóðir. Ég hef til dæmis kemmt mér konunglega í þessum sal, en þetta er fyrirlestrasalur, ekki bíósalur. Því miður. Tjaldið sem kemur rúllandi niður minnir mig á glærukynningar í grunnskóla,“ segir hann.