Cristiano Ronaldo og liðsfélagar hans í sádi-arabíska liðinu Al-Nassr þurftu að sætta sig við að detta út í undanúrslitum Saudi Super Cup þar í landi eftir 3-1 tap gegn Al-Ittihad.
Þetta var annar leikur Ronaldo fyrir Al-Nassr en hann á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Al-Nassr var mun meira með boltann í leiknum gegn Al-Ittihad en fengu hins vegar þrjú mörk á sig og þar lá munurinn.
Ronaldo spilaði allan leikinn fyrir Al-Nassr og bar fyrirliðabandið.
Eftir leik sungu stuðningsmenn andstæðingsins svo nafn Lionel Messi.
Messi og Ronaldo eru af mörgum taldir bestu knattspyrnumenn allra tíma og því um klárt skot á Ronaldo að ræða frá stuðningsmönnum Ak-Ittihad.
Einhverjir hafa gagnrýnt stuðningsmennina á samfélagsmiðlum og segja þetta vanvirðingu í garð Ronaldo.
Saudi Arabia fans taunting Ronaldo with "Messi Messi" chants after he lost the Saudi Supercup to Al-Ittihad😭😭pic.twitter.com/WuzN35VUxQ
— Troll Football (@Troll_Fotballl) January 27, 2023