Hún segir að meðhöndlunin sjálf hafi verið sársaukafull en það hafi ekki verið fyrr en tveimur dögum síðar sem vandamálin fóru að koma fram af alvöru.
„Ég fór í bað og fann svo mikinn sársauka í hægri skapabarminum svo ég bað Samúel um að skoða þetta.“
„Þegar hann skoðaði þetta sagði hann: „Elskan, það er mjög harður klumpur hægra megin.““
Hún náði sér þá í spegil og skoðaði þetta sjálf og sá það stóra blöðru.
„Ég hugsaði með mér að ég gæti bara sett smá krem á þetta og þá myndi þetta lagast. Spólum tvo daga fram og ég vakna með skapabarm á stærð við ruðningsbolta,“ segir hún.
„Hann hafði fjórfaldast að stærð og lafði niður vegna þyngdarinnar á því sem var inni í. Ég gat ekki gengið, ég gat ekki farið í nærbuxur, ekki í buxur.“
Hún var flutt í skyndi á Euston‘s University College sjúkrahúsið þar sem hún lá næstu þrjá daga.
„Ég var svæfð svo það væri hægt að tæma blöðruna. Ég fékk gas og súrefni svo það væri hægt að kreista hana en það reyndist ekki hægt. Hún var of stór. Þeir stungu því gat á hana og kreistu þetta út. Það versta var að þeir náðu ekki öllu.“
„Þegar ég rankaði við mér settu þeir mig í bað og sögðu að ég ætti sjálf að kreista restina út. Ég fékk Samuel til að hjálpa mér og gumsið fór út um allt. Ég sver við guð að hárið sem kom út var langt.“
Margir hafa tjáð sig um hnyttna frásögn hennar og skemmt sér yfir lýsingum hennar á þessum miklu hrakförum. Margir hafa hrósað Samuel, sem er unnusti hennar, fyrir framlag hans til að koma henni til heilsu á nýjan leik.