Ekki er loku fyrir það skotið að hollenski framherjinn Wout Weghorst muni til frambúðar verða leikmaður Manchester United en hann er þar nú á láni. Sky Sports greinir frá því í dag að mikil ánægja ríki með frammistöðu Weghorst hingað til.
,,Mér er sagt að forráðamenn Manchester United séu himinlifandi með það hvernig Wout Weghorst hefur aðlagast hjá félaginu,“ skrifar Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky Sports.
,,Margir voru hissa þegar Manchester United nældi í hann en Erik ten Hag fannst vanta leikmann eins og hann hjá félaginu.“
Weghorst er á láni hjá Manchester United út tímabilið en svo gæti varið að dvöl hans í Manchesterborg dragist á langinn.
,,Það sem ég skynja frá leikmanninum sjálfum er að hann vill vera hjá félaginu eins lengi og hann mögulega getur, hann er í það minnsta að gera allt rétt hingað til.
Forráðamenn Manchester United erum mjög ánægðir með það sem hann er að gera, bæði innan og utan vallar, og mér er sagt að hann sé atvinnumaður fram í fingurgóma.
Jafnvel þó félagið Manchester United muni leita að hreinræktaðri níu í sumar gæti alveg vel farið svo að haldið verði í Weghorst þrátt fyrir það.“