Íslenski varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn í liði PAOK er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum gríska bikarsins.
PAOK lagði Panathinaikos af velli í tveggja leikja einvígi liðanna. Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri PAOK en leikur kvöldsins endaði með 1-1 jafntefli.
Því fer PAOK áfram í undanúrslitin eftir 3-1 sigur á Panathinaikos í einvíginu.