Argentínski knattpyrnustjórinn Marcelo Bielsa er lentur í London og er á leið í viðræður við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Everton í borginni.
Frá þessu greinir Daily Mail en náðst hafa myndir af Bielsa á Heathrow-flugvellinum en hann kom þangað í flugi frá Brasilíu.
Everton er í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Frank Lampard var sagt upp störfum. Félagið situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Bielsa er afar reynslumikill knattspyrnustjóri sem var síðast á mála hjá Leeds United. Hann kom félaginu aftur upp í ensku úrvalsdeildina en var látinn fara þaðan eftir magurt gengi.