fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Skrifar undir nýjan langtímasamning við Liverpool

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Bajcetic hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu.

Hinn 18 ára gamli Bajcetic kom upphaflega til Liverpool árið 2020 frá spænska félaginu Celta Vigo og varð hluti af akademíu félagsins en undanfarið hefur hann verið að fá tækifæri með aðalliðinu.

Leikmaðurinn var til að mynda í byrjunarliði Liverpool gegn Wolves og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Nýi samningur Bajcetic gildir til ársins 2027.

,,Ég er auðvitað himinlifandi með að halda áfram að spila fyrir þetta félag og vonandi mun ég spila mikið hérna næstu árin. Ég og fjölskylda mín erum mjög stolt yfir því að hafa gengið frá nýjum samningi við félagið,“ sagði Bajcetic í yfirlýsingu Liverpool.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu