Stefan Bajcetic hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu.
Hinn 18 ára gamli Bajcetic kom upphaflega til Liverpool árið 2020 frá spænska félaginu Celta Vigo og varð hluti af akademíu félagsins en undanfarið hefur hann verið að fá tækifæri með aðalliðinu.
Leikmaðurinn var til að mynda í byrjunarliði Liverpool gegn Wolves og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Nýi samningur Bajcetic gildir til ársins 2027.
,,Ég er auðvitað himinlifandi með að halda áfram að spila fyrir þetta félag og vonandi mun ég spila mikið hérna næstu árin. Ég og fjölskylda mín erum mjög stolt yfir því að hafa gengið frá nýjum samningi við félagið,“ sagði Bajcetic í yfirlýsingu Liverpool.
Stefan Bajcetic has signed a new long-term contract with the Reds 🙌🔴
— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2023