fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Tvíburar sem deila öllu og eru trúlofaðar sama manni takast á við stærsta verkefnið til þessa

Fókus
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eineggja tvíburasysturnar Lucy og Anna DeCinque frá Perth í Ástralíu deila öllu og gera allt saman, og þá meina þær líka allt. Þær fara í sturtu saman, fara á salernið á sama tíma, borða jafn mikið af sama mat og já svo deila þær líka sama unnustanum og sofa öll í einu rúmi.

Þær deila Facebook-aðgangi, eru í sömu vinnunni, deila bíl, síma og svo framvegis og framvegis.

Því kemur það líklega ekki á óvart að þær vilji taka næsta skrefið í lífinu í sameiningu og það eru barneignir.

Vilja verða óléttar á sama tíma

Systurnar deila frá lífi sínu í TLC þáttunum Extreme Sisters og þar hafa þær opnað sig um erfiðleika þeirra með að verða óléttar á sama tíma.

Þær segja að þær hafi snemma ákveðið að bíða með barnseignir fram eftir aldri, en nú eru þær 37 ára og hafa síðustu tvö árin reynt að verða óléttar.

Þær segja að baráttan hafi reynst þeim þungbær og ganga þær um með dúkkur til að æfa sig fyrir móður hlutverkið.

„Okkur dreymir um að verða óléttar á sama tíma“

Þær segja að þær séu algjörlega samstilltar í tíðahring sínum og fái egglos á sama tíma. Í þættinum var sýnt hvernig þær mældu líkamshita sinn til að kanna hvort þær væru komnar með egglos. Svo reyndist vera. Þá kom unnusti þeirra inn í herbergið til að gera sitt og næst lágu þær systur saman með fæturna upp við vegg til að reyna að auka líkur á frjóvgun.

Þær lýsa því að það sé taugatrekkjandi að taka óléttupróf því þær óttast að dag einn muni það sýna að bara önnur þeirra sé þunguð, en ekki hin.

Unnusti þeirra, Ben, segist tilbúinn fyrir þessa áskorun. „Það er vissulega áskorun að barna þær báðar á sama tíma. Það er klárlega mikil pressa á bara einn mann. Þetta snýst um að fjölbeita sér (e. multi-tasking), reikna ég með.“

Þeim Önnu, Lucy, og unnusta þeirra Ben, dreymir einnig um að gifta sig. En slíkur möguleiki er ekki fyrir hendi í Ástralíu þar sem fjölkvæni er bannað.

Hér fyrir neðan má sjá þær útskýra hvernig þríhliða ástarsamband þeirra gengur upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“