fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Fjögurra barna móðirin Hrönn keppir í Ólympíufitness á Arnold Classic í Ohio

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir er að fara keppa á Arnold Classic í Ohio fimmtudaginn 3. mars í Ólympíufitness kvenna þar sem hún mun stíga á svið með fremstu íþróttakonum heims í sínum flokki. Hún er margfaldur Íslands- og bikarmeistari hérlendis í sportinu. Hún er 37 ára fjögra barna móðir og fyrirtækjaeigandi. Blaðakona DV kíkti í kaffi til Hrannar til að fá að vita aðeins meira um ævintýrið sem er framundan hjá henni og lífið í niðurskurði fyrir mót.

Við hvað vinnur þú?

„Ég á lítið saumafyrirtæki sem heitir KUSK Collection og sauma hinar frægu BeFit leggings sem eru notaðar í ræktina eða hversdags. Einnig sauma ég keppnisbikíni sem er ofsalega gaman.“

Hvað kom til að þú byrjaðir í fitness / vaxtatækt?

„Systir mín Heiðrún Sigurðardóttir var alltaf á fullu í fitnessinu og var ég alltaf eitthvað með puttana með henni í undirbúning fyrir hennar mót en keppti aldrei. Það var svo eftir að ég flutti suður og fór að lyfta lóðum í fyrsta sinn í byrjun 2005 að mér var bent á að ég ætti alveg heima í þessu sporti og ákvað að prufa að keppa um haustið 2006 með svona aldeilis fínum árangri.“

Hvernig hagræðir þú þínu mataræði?

„Ég er nú mjög skynsöm allt árið í mínu mataræði og borða holla og fjölbreytta fæðu: fimm til sex máltíðir á dag. Ég held alltaf upp á nammidaginn einu sinni í viku og borða þá það sem ég vil en fyrir utan það er ég ekkert í sætindum eða gosi af neinu tagi.“

Hvernig gengur að sameina fitnessið, vinnuna og fjölskyldulífið?

„Það gengur ágætlega þótt ótrúlegt megi virðast, en ég ræð mér sjálf í vinnunni og get því stjórnað og skipulagt hana eftir auknu æfingaálagi eins og er núna fyrir svona stórt mót. Það bætist alltaf inn eitt og eitt auka kvöld 5 til 6 vikum fyrir mót þar sem þarf að byrja að pósa og semja rútínu við lag og annað því um líkt og hagræði ég því vinnunni í kringum það. Krakkarnir eru nú bara ánægðir með að ég sé sterkari og stæltari en pabbar margra annarra barna,“ segir Hrönn flissandi .“Sá minnsti vill borða mikið og hollt eins og mamma sín. Annars er þetta stundum smá púsl að komast á æfingar hér og þar en það væri líka púsl ef ég væri til dæmis atvinnusöngkona.“

Núverandi form Hrannar
Núverandi form Hrannar

Nú ert þú að fara að keppa á Arnold Classic í Ohio í næstu viku á fitnessmóti sem er stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Hvernig líður þér?

„Ég er bara eiginlega að springa úr spenningi yfir þessu öllu. Þá sérstaklega að fara á svona risa mót og upplifa það sem ég hef verið að horfa á í gegnum tölvuskjá hingað til. Ég hef aldrei farið til USA og það eitt og sér er að fara með mig af gleði. Svo tilfinningin er ólýsanleg. Ég er sjálf að fara á sviðið og keppa með öllu þessu frábæra íþróttafólki allstaðar úr heiminum og berja atvinnumennina augum. Þetta bara gæti ekki verið betra held ég. Ég hef alltaf þjáðst af kvíða fyrir ferðalögum frá því ég man eftir mér en hef bara ekkert fundið fyrir því núna og upplifi bara tilhlökkun sem er yndislegt.

Hvað þarf til að keppa í fitness að þínu mati?

„Úff ég þarf stærra blað hér,“ segir Hrönn og hlær. „Ég myndi segja agi er númer eitt, skipulag og svo brennandi áhugi. Þetta hefst sjaldnast ef maður er með hálfan hugann við þetta ferli. Það er erfitt að undirbúa sig fyrir mót og þá er ég að tala um mataræði og stífar æfingar svo þarf mikinn skilning heima fyrir sem er líka nauðsyn. Ekki má svo gleyma góðum þjálfara sem passar upp á þig og pínir mann áfram þegar þess þarf og verð ég að koma knúsi og þökkum á Konráð Val Gíslason hér sem er fitness-alfræðiorðabókin mín í þessum efnum.“

Aldrei gefið neitt eftir í ræktarsalnum
Aldrei gefið neitt eftir í ræktarsalnum

Flokkurinn sem Hrönn mun keppa í úti og keppnisferill

„Physique heitir minn flokkur úti og er hann angi af gömlu vaxtaræktinni og heitir nú Ólympiufitness kvenna og mun ég keppa í lægri flokknum úti. Ég varð Bikarmeistari hér heima þrjú ár í röð frá 2006 til 2008, Íslandsmeistari 2009 og 2015 og lenti í öðru sæti í Osló á Grand Prix árið 2007. Auk þess hef ég keppt á nokkrum bekkpressumótum og á nokkur myndarleg verðlaun fá þeim tíma.“

Ljósmynd: Einar Ragnar
Ljósmynd: Einar Ragnar

Eitthvað að lokum?

„Ég er oft spurð hvað til dæmis stelpur eiga að gera til að byrja að keppa og vil ég endurtaka það hvað góður þjálfari er nauðsynlegur. Það fer mikill tími í þetta og oft ágætis peningur sem fylgir þessu sporti og þá er reyndur þjálfari lykill að farsælum endi. Fyrir mér er þetta svo gaman þótt það komi erfiður tími sérstaklega rétt fyrir mót þá er stóra myndin svo flott að það gleymist hratt. Ég reyni að fara í gegnum þetta á gleðinni eins og allt lífið og hlakka til að líta stolt til baka.

Hér má sjá rútínu sem Hrönn gerði á sviði hér heima árið 2007 og mun hún sýna eina slíka á sviðinu í Ohio í næstu viku.

Hægt er að fylgjast með Hrönn á Snapchat: hronnsig og Instagram: hronnsig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom