Jessica Fernandez er áhrifavaldur sem hefur gert það gott á streymisveitunni Twitch. Hún hefur nú gefið frá sér ítarlega afsökunarbeiðni eftir að myndband sem hún tók í ræktinni og átti að sýna mann vera óþægilegan, eða „krípí“ setti allt á hliðina.
Jessica birti myndband, sem hún hefur nú eytt, sem var tekið upp í ræktinni þar sem hún var að æfa. Þar mátti sjá mann fyrir aftan hana og kvartaði hún í myndbandinu yfir framkomu hans.
„Helvítis skíthællinn fyrir aftan mig. Ég hata svona, ég hata svona. Ég hata þegar það eru svona furðufuglar.“
Á myndbandinu „zoom“-aði hún að þessum meinta „krípi“ manni sem mátti sjá nærri henni en sá bauðst svo til að hjálpa henni að setja lóð á stöngina sem hún var að nota.
Með myndbandinu birti hún einnig textann „hvað ef ég myndi bara rífa typpið á honum upp með rótum svo hann geti ekki fjölgað sér“ ásamt öðrum óhróðri.
Viðbrögðin við myndbandinu voru hörð og bentu margir á að maðurinn væri hreint ekki að stara á hana heldur hefði hreinlega gjóað til hennar augunum og svo boðist til að hjálpa henni.
Líkamsræktar-áhrifavaldurinn Joey Swoll var einn þeirra sem gagnrýndu Jessicu og sagði að hún yrði að „gera betur“.
View this post on Instagram
„Konur eru áreittar í ræktinni og það þarf að stöðva, en þú ert ekki ein af þeim. Hjálpfýsi og augngota gera þig ekki að fórnarlambi,“ skrifaði Joey og sagði að líklegast hefði maðurinn aðeins ætlað að hjálpa Jessicu því hún virtist ekki ráða við þyngind og auk þess væri augljóst að hún væri með símann sinn á upptöku og hún hefði verið að tala við sjálfa sig. Því væri eðlilegt að fólk myndi gjóa til hennar augunum.
„Hvers vegna horfði þessi maður á þig? Nú þú ert fyrir framan hann, til hliðar, í hliðarsjón hans. Þú ert líka að taka upp myndband og beinir myndavélinni beint að honum og ert að tala við sjálfa þig. Hann var líklega að horfa á þig og hugsa – „Hvað er hún að gera“ – það er það sem ég hefði gert.“
Jessica hefur nú fjarlægt myndbandið og biðst afsökunar. Hún greinir frá því að hún sé þolandi kynferðisofbeldis og hafi það gert hana mjög vara um sig. Hún þakkaði fyrir að á þetta hafi verið bent svo hún geti vandað sig betur í framtíðinni.
My Gross Mistake: Addressing The Gym Video
Read: https://t.co/MMb4aAM4Ap
— Jessica49 (@Jessicafrndz) January 24, 2023