Joao Cancelo er sagður ósáttur hjá Manchester City og gæti leitað annað.
Portúgalski bakvörðurinn hefur ekki verið í stóru hlutverki frá því enska úrvalsdeildin sneri aftur eftir Heimsmeistaramótið í Katar.
Það er Cancelo allt annað en sáttur með, en hann vill spila alla leiki.
Enska götublaðið The Sun segir að AC Milan gæti boðið Cancelo útgönguleið frá Englandsmeisturum City.
Milan er þó ekki eia liðið sem fylgist með gangi mála. Real Madrid hefur einnig áhuga.
Cancelo á feril að baki á Ítalíu, þar sem hann lék áður með Juventus og Inter.
Kappinn hefur verið á mála hjá Manchester City síðan 2019.