fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 14:30

Litla-Hraun. Mynd/Fangelsismálastofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Þorlák Fannar Albertsson til þess að greiða samfanga sínum á Litla-Hrauni 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir líkamsárás.  Árásin átti sér stað þann 18. desember 2020 í eldhúsi Litla-Hrauns. Í dómsorði kemur fram að Þorlákur Fannar hafi slegið samfanga sinn í höfuðið með trékefli þannig að hann féll í gólf og þar sem hann lá haldið árásinni áfram með því að slá hann ítrekað í höfuð og líkama. Þá hafi Þorlákur að lokum sparkað í höfuð þolandans. Afleiðingar voru þær að fórnarlambið hlaut mar og blæðingu undir húð aftan við hægra eyra og glóðarauga hægra megin.  Þorlákur Fannar játaði skýlaust sök í málinu en mótmælti fjárhæð bótakröfunnar sem farið var fram á eða 2 milljónir króna.

Þorlákur Fannar á langan sakaferil að baki en hann hefur mátt sæta refsingu tólf sinnum árum. Hann afplánar nú sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar í lok árs 2021.

Réðst með hníf gegn leigusala sínum

Meðal annars réðst Þorlákur Fannar gegn leigusala sínum við Langholtsveg í Reykjavík, varaþingmanninum Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur, frelsissvipti hana og veitti henni lífshættulega áverka með hnífi. Árásin átti sér stað í júní 2020 en Herdís Anna steig meðal annars fram nýlega í viðtali við RÚV og lýsti árásinni sem var hrottaleg í meira lagi og í raun með ólíkindum að hún hafi komist lífs afs.

Þá var Þorvaldur Fannar einnig dæmdur fyrir árás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni.  Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða og lýsti brotaþoli því svo að Þorlákur hefði svo bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring.

Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands var sú að Þorlákur Fannar skyldi ekki fá lengri dóm vegna árásarinnar en að miskabæturnar yrðu, eins og áður segir, 300 þúsund krónur. Þá þarf hann að greiða verjanda sínum 448.763 krónur í málsvarnarlaun sem og 230 þúsund krónur í málskostnað brotaþola.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Suðurlands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“