fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna

Eyjan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 11:30

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Í þeirri tillögu felst að félagsmenn Eflingar fái sömu launahækkun og samið var um við Starfsgreinasambandið (SGS). Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að með þessu sé verið að taka deiluna af samningaborðinu og leggja samning í dóm félagsmanna Eflingar.

Í miðlunartillögunni felast einnig afturvirkar launahækkanir frá 1. nóvember.

Aðalsteinn neitar því að samningur SGS og SA sé samningur SA. Sá samningur hafi verið afleiðing þungra og erfiðra viðræðna sem hafi skilað árangri.

Með miðlunartillögunni sé það sett í dóm félagsmanna Eflingar hvort þeir vilji samninginn eða ekki. Hafi Aðalsteinn lögin á bak við sig hvað þessa tillögu varðar og muni atkvæðagreiðslan fara fram bæði innan Eflingar og hjá SA. Efling sé skyldug til að láta kosninguna fara fram.

Reiknar Aðalsteinn með að kosning fari fram um miðlunartillöguna á mánudag og þriðjudag. Verði miðlunartillagan samþykkt er kominn á ígildi kjarasamnings sem er bindandi til 31. janúar 2024.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“