fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Vill að börnin sín taki feilspor

Fókus
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 15:33

Tom Brady. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady vill ekki að börnin sín alist upp án þess að gera mistök. „Ég vil ekki að allt gangi upp hjá börnunum mínum alltaf,“ útskýrði Brady í hlaðvarpsþættinum Let’s Go! sem kom út í gær.

„Ég sagði við þau í morgun: Ég vil að að þið takið feilspor því ég vil sjá úr hverju þið eruð gerð ef ykkur mistekst og þegar ykkur mistekst.“

Þá sagði Brady að lífið væri ekki alltaf auðvelt og því þyrftu börnin hans að þróa með sér seiglu.

Brady á alls þrjú börn, tvö með fyrrverandi eiginkonu sinni Gisele Bündche og eitt með fyrrverandi kærustu sinni Bridget Moynahan.

„Í lífinu prófar maður marga hluti og manni mistekst. Það er hluti af lífinu.“

Einnig sagði hann lífið ekki snúast um að vinna leiki eða Ofurskálina (e. Super Bowl). Hann vill meina að lífið snúist frekar um sambönd.

„Ég er ríkur í lífinu út af öllu því frábæra fólki sem ég deili því með, fólkinu sem hefur stutt mig og hjálpað mér á svo marga vegu að elta draumana mína, aftur og aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram