fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Henry mælti með því að Ten Hag yrði ráðinn til Barcelona – „Hann er snillingur“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 17:00

Samsett mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska knatt­spyrnu­goð­sögnin Thierry Henry, fyrrum leik­maður liða á borð við Arsenal og Barcelona segist hafa mælt með því við Joan Laporta, for­seta Barcelona, að Hollendingurinn Erik ten Hag yrði ráðinn í stöðu knatt­spyrnu­stjóra á sínum tíma.

Frá þessu greindi Henry á CBS Sports í kringum leik Arsenal og Manchester United á dögunum en Laporta fór ekki að ráðum Henry á sínum tíma, Erik ten Hag er nú knatt­spyrnu­stjóri Manchester United.

Ten Hag tók við stjórnar­taumunum á Old Traf­ford fyrir yfir­standandi tíma­bil og hefur verið að gera afar góða hluti hjá fé­laginu. Manchester United er sem stendur í 3. sæti ensku úr­vals­deildarinnar og sjá má mikil bata­merki á spila­mennsku liðsins milli leik­tíða.

Þegar að Ronald Koeman var látinn fara sem knatt­spyrnu­stjóri Barcelona á síðari hluta ársins 2021 segist Henry hafa mælt með Erik ten Hag við Laporta hjá Barcelona.

„Ég er mikill að­dáandi Ten Hag og kann mjög vel við hann,“ sagði Henry á CBS Sports á dögunum. „Hann er þjálfari sem ég mælti með að yrði ráðinn til Barcelona þegar að Koeman var látinn fara. Hann er snillingur.“

Henry hefur hrifist af spila­mennsku Manchester United undir stjórn Ten Hag, líka í leik liðsins gegn Arsenal um síðast­liðna helgi.

„Í þessum leik sáum við lið sem hefur verið í þróun undan­farin þrjú ár (Arsenal) etja kappi við lið sem hefur verið í þróun í sex mánuði. Einnig sáum við lið sem hefur fengið hvíld í sex daga keppa á móti liði sem hefur fengið tvo daga í kvöld sem náði Manchester United að standast þeim snúning. Það kom mér á ó­vart.“

Frakkinn skynjar góða hluti í þróun hjá Manchester United.

„Gefið honum eitt ár í við­bót og al­menni­legan stuðning á fé­lags­skipta­markaðnum og Manchester United verður aftur ráðandi afl. Ég ætla enga van­virðingu í garð Sir Alex Fergu­son en ef Ten Hag kemur hlutunum á réttan stað hjá Manchester United mun liðið spila meira að­laðandi fót­bolta en var raunin undir stjórn Sir Alex Fergu­son.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham