Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.
Systir hennar og eiginmaður hennar hafa verið saman í nítján ár og eiga saman tvo syni, fimmtán ára og átján ára.
„Ég er 41 árs og hætti með kærastanum mínum fyrir ári síðan. Mér fannst ég loksins tilbúin að fara á stefnumót aftur og byrjaði á stefnumótaforriti. Ég var að skoða það þegar ein mynd sló mig alveg út af laginu. Þetta var mágur minn,“ segir konan.
„Ég tók skjáskot og fór að tala við hann næsta dag. Hann varð náfölur þegar ég spurði hann út í þetta og hann sagði að systir mín mætti aldrei frétta að þessu en að hann hefði „mjög góðar ástæður“ fyrir þessu. Ég er ekki viss um að systir mín myndi vera sammála og ég veit hún myndi missa vitið.“
Nú forðast konan mág sinn eins og heitan eldinn. „Ég vil ekki vera nálægt honum og er alltaf að koma mér hjá því að mæta til þeirra í hádegismat á sunnudögum. Mér finnst hann óþægilegur,“ segir hún og bætir við að systir hennar er 46 ára og mágur hennar er 49 ára.
„Þau eru alltaf að gera eitthvað saman og eiga skemmtilegt félagslíf. Af hverju myndi hann vilja halda framhjá? Mig langar að segja systur minni en þetta eru erfiðar aðstæður. Hún á það til að detta í þunglyndi og ég vil ekki gera hlutina erfiðari fyrir hana, en hún hlýtur að verðskulda að vita hversu mikil rotta hann raunverulega er?“
„Já, hún á það skilið og það gæti vel verið að hún viti það nú þegar. Það er ýmislegt sem gengur á í samböndum sem utanaðkomandi aðilar hafa ekki hugmynd um. En ef þú segir henni frá þessu þá gæti hún komist í mikið uppnám og jafnvel orðið reið út í þig,“ segir hún og hvetur konuna til að tala aftur við mág sinn.
„Segðu honum að hann ætti að panta tíma fyrir þau í sambandsráðgjöf frekar en að setja hjónaband sitt í hættu. Það gæti verið nóg til að fá hann til að hugsa.“