fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Kim Kardashian fær úrskurðað nálgunarbann

Fókus
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 16:00

Kim Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur fengið úrskurðað nálgunarbann gagnvart aðdáenda sem er með þráhyggju fyrir henni. Kim segir hann hafa sent sér „óhugnanlegar sendingar“ og að hann hafi talað um sig sem „eiginkonu“ sína.

Samkvæmt gögnum sem TMZ hefur undir höndum fullyrðir Kim, sem er 42 ára gömul, að uppátæki mannsins hafi ollið henni mikilli vanlíðan.

Maðurinn sem um ræðir heitir Jomonie Victor Zigler en sem fyrr segir hefur hann sent nokkrar sendingar á heimili Kim. Raunveruleikastjarnan segir að meðal annars hafi hann sent sér demantshring og aðgangskort á hótel. Þá segir hún að Zigler hafi meira að segja reynt að komast heim til hennar.

Shawn Holley, lögmaður Kim, sótti um nálgunarbann gagnvart Zigler eftir að öryggisverðir Kim þurftu að sjá til þess að hann kæmist ekki inn um hliðið að heimilinu hennar. „Ég gaf honum aldrei heimilisfangið mitt og ég bað hann aldrei um að senda mér þessa pakka,“ er haft eftir Kim.

Þá sagðist hún hafa áhyggjur af því að Zigler stæði í þeirri trú að þau væru í sambandi. „Sérstaklega því það virðist sem hann hafi eytt verulegum fjárhæðum í að kaupa hluti til að senda mér.“

Zigler á einnig að hafa birt kynferðisleg ummæli um Kim á samfélagsmiðlum en hún segir það hafa látið henni líða enn verr.

Sem fyrr segir hefur Kim nú fengið úrskurðað nálgunarbann gagnvart Zigler en þó er það aðeins til bráðabirgða því málið mun fara fyrir dómstóla í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“