Áhorfsmet var sett í Bandaríkjunum á sunnudag er Arsenal tók á móti Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Topplið Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur, þar sem Eddie Nketiah gerði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins.
Áhorfsmet var sett í Bandaríkjunum yfir leiknum. Aldrei hafa fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni þar í landi samkvæmt NBC.
1,92 milljónir manna horfðu á leikinn á rásum á vegum NBC.
Nketiah gerði tvö mörk fyrir Arsenal á sunnudag og Bukayo Saka eitt. Mörk United gerðu þeir Marcus Rashford og Lisandro Martinez.
Úrslitin þýða að Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, auk þess að eiga leik til góða á Manchester City.
United er í fjórða sæti með 39 stig.