Enn er ekki komin dagsetning á aðalmeðferð í Barðavogsmálinu en héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Magnúsi Aron Magnússyni seint í ágúst 24. ágúst 2022, fyrir morð á nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni. Atburðurinn átti sér stað um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið þann 4. júní árið 2022, og vakti mikla athygli og mikinn óhug landsmanna.
Málið hefur dregist vegna þess að geðmat á Magnúsi Aron liggur enn ekki fyrir eftir allan þennan tíma. „Niðurstaða yfirmatsmanna varðandi geðrannsókn liggur ekki fyrir og því ekki kominn tímasetning á aðalmeðferð,“ segir í svari héraðssaksóknara við fyrirspurn DV.