Cedric Soares er á leið til Fulham frá Arsenal. Helstu miðlar greina frá þessu.
Portúgalski bakvörðurinn mun fara til Fulham á láni.
Nýliðarnir eiga ekki möguleika á að kaupa Soares næsta sumar. Félagið mun hins vegar borga öll laun hans á meðan lánsdvölinni stendur. Kappinn þénar næstum hundrað þúsund pund á viku.
Soares hefur verið hjá Arsenal síðan 2020. Á þessari leiktíð hefur hann verið í algjöru aukahlutverki en á ferli sínum hjá Skyttunum hefur hann leikið 59 leiki.
Samningur Soares við Arsenal rennur út eftir næstu leiktíð.