fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

„Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi“

Eyjan
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 10:25

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að „forréttinda-mennirnir“ í íslensku samfélagi séu tilbúnir að gera allt, nema það eitt að borga láglaunafólki mannsæmandi laun.

Þetta skrifar hún á Facebook í tilefni fregna um að Samtök atvinnulífsins (SA) muni bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlytist af mögulegu verkfalli Eflingar.

Sólveig skrifar:

„Hugsið ykkur ef að ríku mennirnir sem ráða þessu landi og lifa í vellystingum myndu verða við kröfum samninganefndar Eflingar um að láglaunafólk, arðrænt kven-vinnuafl hótelanna sem skapar auðinn sem þeir svo hirða, fengi að lifa frjálsara undan endalausum fjárhagsáhyggjum, í stað þess að opinbera sig í sífellu sem menn sem fyrirlíta ekkert meira en verkakonur íslensks vinnumarkaðar?“

Sólveig segir að þetta sé þó staðan á Íslandi, sem gjarnan sé kallað jafnréttisparadís.

„Forréttinda-mennirnir eru tilbúnir að gera bókstaflega allt annað en að borga stritandi konum mannsæmandi laun. Og í stað þess að styðja við baráttu Eflingar fyrir jöfnuði og sanngirni stendur stjórnmálastéttin sameinuð að baki hinum voldugu mönnum, í aumkunarverðri undirgefni við auðstéttina. Og ekki heyrist eitt stuðningsorð frá verkalýðsleiðtogum landsins, hvorki mönnum né konum.

Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi.“

Sólveig segir að samninganefnd Eflingar muni þó hafa sigur í sinni baráttu, það sé öruggt. Mögulega muni svo sá dagur koma að til valda komist fólk sem hefur samhygð og sanngirni að leiðarljósi fremur en persónulega framasýki og auðmýkt gagnvart auðvaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?