Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby. Hann kemur frá varaliði Borussia Dortmund og skrifar undir tveggja og hálfs árs samning.
Hinn 23 ára gamli Kolbeinn hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2019. Hann hefur einnig leikið með varaliði Brentford og yngri liðum Gröningen.
Kolbeinn er uppalinn í Fylki og lék með liðinu á láni hluta sumars 2019.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby, sem er mikið Íslendingafélag. Þar hittir Kolbeinn fyrir þá Alfreð Finnbogason og Sævar Atla Magnússon.
Nýliðar Lyngby sitja á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins átta stig eftir sautján leiki.
Vetrarfrí er í deildinni núna en næsti leikur Lyngby er gegn Nordsjælland 19. febrúar.
KOLBEINN FINNSSON TIL LYNGBY 🇮🇸 ✍️ Vi henter den 23-årige islænding Kolbeinn Finnsson i tyske Dortmund på en aftale frem til sommeren 2025! Læs mere her: https://t.co/rBHz4YchSG #sldk #SammenforLyngby #LyngbyBK pic.twitter.com/QsGUaDOroH
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 25, 2023