fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ætla að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af verkfallsaðgerðum Eflingar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:00

Mynd: Íslandshótel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) fundaði í gærkvöldi og áréttaði þá fullan stuðning samtakanna við Íslandshótel vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar sem beinast að fyrirtækinu. Mun SA víkja frá útdeilingarreglum vinnudeilusjóðs og verður heimilt að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af vinnustöðvuninni ef hún kemur til framkvæmda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að um frávik frá útdeilingarreglum sjóðsins sé að ræða og ljóst sé að atvinnurekendur ætli sér að takmarka áhrif verkfallsaðgerðanna eins og þeir geta.

„Eignir vinnudeilusjóðs SA eru um fimm milljarðar króna og sjóðurinn er meðal annars hugsaður til að bregðast við skæruverkföllum og ef gripið er til ómálefnalegra aðgerða gegn aðildarfyrirtækjum samtakanna,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og framkvæmdastjóri vinnudeildusjóðs SA, í samtali við Morgunblaðið.

Í ályktun stjórnar SA frá í gær segir að engin rök hafi verið færð fyrir því af hverju Efling beini spjótum sínum aðeins að einum rekstraraðila í ferðaþjónustunni og vilji að 280 Eflingarfélagar leggi niður störf til að ná fram kjarasamningi fyrir 21.000 félagsmenn.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?