fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

COVID-19 faraldur í Pyongyang – Borginni lokað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 07:01

Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll samfélagsstarfsemi hefur verið stöðvuð í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, vegna mikillar aukningar á ónafngreindum öndunarfærasjúkdómi.

Suðurkóreski miðillinn NK News skýrir frá þessu og vitnar í tilkynningu frá norðurkóreskum yfirvöldum um að öll samfélagsstarfsemi skuli stöðvuð í fimm daga í höfuðborginni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni að um COVID-19 sé að ræða en væntanlega er það einmitt COVID-19 sem herjar á borgarbúa þessa dagana. Þegar norðurkóresk yfirvöld játuðu loks á síðasta ári að veiran hefði náð til landsins höfðu þau einmitt talað um ónafngreindan öndunarfærasjúkdóm dagana á undan.

NK News segir að borgarbúar verði að halda sig heima þar til á miðnætti á sunnudaginn og að þeir verði að láta mæla líkamshita sinn nokkrum sinnum á dag.

Miðillinn sagði í gær að svo virtist sem borgarbúar væru að hamstra vörur vegna yfirvofandi stöðvunar samfélagsstarfsemi.

Ekki er vitað hvort gripið hefur verið til álíka aðgerða annars staðar í þessu harðlokaða einræðisríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu