fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 05:44

70 ára áskrift að Disney+ er nú kannski aðeins í meira lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ansi ábatasamt fyrir Geoff Morell að standa sig ekki nægilega vel í vinnunni. Hann var ráðinn til Disney Corporate Affaris þann 24. janúar á síðasta ári. Hann stoppaði ekki lengi við því í apríl var hann rekinn.

Þessi misheppnaða ráðning kostaði Disney 150.000 dollara á dag en það svarar til um 21,5 milljóna íslenskra króna. Í heildina kostaði þessi skammvinna ráðning Disney sem svarar til tæplega 1,5 milljarða íslenskra króna að sögn CNN Business og byggir þetta á tilkynningu Disney til kauphallarinnar.

„Fáir yfirmenn hafa staðið sig svona illa í vinnunni á svo skömmum tíma og grætt jafn mikið á því og Geoff Morell,“ segir CNN.

Það eru margir þættir sem gera að verkum að kostnaðurinn við þriggja mánaða starfstíma Morell var svona hár. Laun hans og bónusgreiðslur á þeim fimm mánuðum, sem hann var á launaskrá Disney, voru samtals sem nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Upphæðin lækkaði um sem svarar til um 290 milljóna króna  því hann náði ekki að uppfylla öll þau markmið sem kveðið var á um í ráðningarsamningi hans.

Disney keypti einnig heimili Morell á 650 milljónir króna til að hlífa honum við hugsanlegum verðlækkunum á fasteignamarkaði. Disney á húsið enn svo ekki liggur fyrir hvort fyrirtækið mun tapa á kaupunum eða hagnast.

Disney keypti Morell út úr ráðningarsamningi hans og greiddi honum 580 milljónir króna fyrir það.

Þegar þetta er allt lagt saman er kostnaðurinn við ráðningu hans 1,5 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?