Fjöldi leikara hefur látist meðan þeir voru við tökur á kvikmynd. Eðlilega hefur slíkt mikil og víðtæk áhrif, bæði á samstarfsfólk svo og stjórnendur kvikmyndavera sem oftar en ekki hafa eytt háum fjárhæðum í gerð viðkomandi myndar.
Hér má sjá nokkur dæmi um slíkt og til hvaða ráða var gripið.
Chris Farley – Shrek
Gamanleikarinn Chris Farley dó af völdum of stórs skammts eiturlyfja í desember 1997. Hann var aðeins 33 ára gamall.
Hann hafði þá að tala inn á kvikmyndina Shrek og hafði svo að segja lokið við að vera rödd vinalega græna risans.
Samt sem áður var tekin sú ákvörðun að byrja upp á nýtt og fá Mike Myers sem rödd Shrek.
Heather O’Rourke – Poltergeist III
Heather O’Rourke varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt í Poltergeist myndunum.
Hún lét í febrúar 1988 af völdum blóðeitrunar eftir aðgerð á ristli. Hún var þá aðeins 12 ára gömul.
Upptökur á Poltergeist III voru langt komnar en leikstjóri myndarinnar svo og aðrir leikara kröfðust þess að hætt yrði við myndina, af virðingu við minningu Heather.
Kvikmyndaverið MGM vísaði aftur á móti í samninga sem leikarar og leikstjóri höfðu skrifað undir en samkvæmt þeim bar þeim skylda að ljúka við myndina.
Svo fór að önnur stúlka var fengin til að taka við hlutverki Heather í síðustu senunum. Myndin var helguð minningu Heather O’Rourke.
James Dean lést í bílslysi í september 1955. Hann var aðeins 24 ára gamall og við tökur á kvikmyndinni Giant sem stimplaði hann inn sem stórstjörnu.
Tökum á myndinni var lokið en mistök höfðu verið gerð í hljóðvinnslu og átti leikarinn eftir að tala inn á stóran hluta myndarinnar.
Svo fór að besti vinur Dean tók að sér talsetninguna enda enginn talinn þekkja talanda leikarans betur.
River Pheonix lést af of stórum skammti eiturlyfja á næturklúbbi í október 1993. Hann var aðeins 23 ára gamall.
Hann var þá við leik í kvikmyndinni Dark Blood en tökum að mestu lokið.
Móðir hans barðist fyrir því að bundinn yrði endir á framleiðslu myndarinnar og var málið á flækingi í réttarkerfinu til fjölda ára.
Svo fór að móðir hans hans tapaði málinu.
Myndin var loks frumsýnd 2012, níu árum eftir lát leikarans, og þá með staðgengli.
Heath Ledger – The Imaginarium of Doctor Parnassus
Heath Ledger lést af völdum of stórs skammts verkjalyfja og svefnlyfja í íbúð sinni í New York í janúar 2008.
Hann var þá að leika í kvikmyndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus.
Handritinu var breytt og leikararnir Johnny Depp, Colin Farrell og Jude Law fengnir til að leika hinar ýmsu hliðarsjálf Ledger.
Philip Seymour Hoffman – Hunger Games
Philip Seymour Hoffman lést af of stórum skammti eiturlyfja í febrúar 2014.
Hann var þá 46 ára gamall og við leik í lokamynd Hungurleikaseríunnar.
Hlé var gert á tökum til að heiðra minningu leikararans en með tölvutækni og ónotuðum senum Hoffman var unnt að ljúka við gerð myndarinnar.
Brandon Lee var við tökur á the The Crow í mars 1991 þegar slysaskot varð honum að bana. Hann var 28 ára gamall.
Annar leikari myndarinnar átti að skjóta hann með púðurskoti en skelfileg mistök urðu til þess að raunveruleg skot voru í byssunni.
Framleiðendur og leikstjóri íhuguðu að stöðva gerð myndarinnar en talið líklegast að Lee hefði kosið að sjá hana fullkláraða enda hafði hann barist fyrir gerð myndarinnar.
Þar sem mikið er af nærmyndum af aðalleikaranum í handritinu var snúið að ljúka við myndina enda tölvutæknin skammt komin á þessum árum.
Þó var unnt að nýta nýjustu tækni auk þess sem förðunarteymi myndarinnar mun hafa gert kraftaverk í að endurskapa andlit Lee.
Faðir Brandon Lee, Bruce Lee, lést einnig við tökur á kvikmynd. Hann fannst látinn í íbúð sinni í júlí 1973, sennilegast af völdum heilablóðfalls.
Hann var þá við tökur á myndinni Game of Death en við lát leikarans var hætt við gerð myndarinnar.
Nokkrum árum síðar ákvað kvikmyndaverið þó að klára og gefa út myndina, jafnvel þótt að Lee sæist aðeins í 40 mínútur.
Handriti var breytt, staðgenglar fengnir í hlutverk Lee auk þess sem efni úr öðrum kvikmyndum leikarans var notað.
Paul Walker – Fast & Furious 7
Paul Walker lést í bílslysi í nóvember 2013, fertugur að aldri.
Hann var þá við tökur á Fast & Furious 7.
Þá átti eftir að taka upp töluvert mikið efni með leikaranum.
Samt sem áður var ákveðið að halda áfram með gerð myndarinnar og því gripið til tölvutækninnar, áður ónotaðar upptökur af leikaranum voru nýttar auk þess sem smávægilegar breytingar voru gerðar á handriti.