fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fókus

Bæjarstjóri Voga braut hefð vegna óvenjulegrar beiðni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 22:30

Gunnar Axel Axelsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Axel Gunnarsson, bæjarstjóri sveitafélagsins Voga, braut hefð á bæjarskrifstofunni eftir óvenjuleg erindi sem íbúi Voga bar fram á fundi þeirra í dag.

Gunnar segir frá þessu óvenjulega og skemmtilega erindi í færslu á Facebook:

Í dag mætti 10 ára drengur á bæjarskrifstofuna og óskaði eftir fundi með bæjarstjóranum. Erindið var harla óvenjulegt en kannski hefur hann fengið veður af matarsmekk undirritaðs, enda var hann mættur til að upplýsa mig um að hann væri, ásamt nokkrum jafnöldrum sínum farinn að baka og selja pizzur. Þessu til staðfestingar gaf hann mér þessa auglýsingu sem þessir ungu frumkvöðlar útbjuggu til að markaðssetja þetta skemmtilega framtak sitt,” segir Gunnar og bætir við: 

Þó ekki sé hefð fyrir því að hengja upp auglýsingar á bæjarskrifstofunni þá ákváðum við að ef einhvern tíma væri ástæða til að rjúfa þá hefð þá væri það núna.

Pizzurnar baka þau eftir skóla þrisvar í viku og bjóða að sjálfsögðu upp á heimsendingu. Því er lag fyrir pizzuaðdáendur í Vogum að hafa hraðar hendur, spara sér eldamennskuna og styrkja þetta skemmtilega framtak. Líklega er þó aðeins boðið upp á heimsendingu í Vogum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“