Nottingham Forest og Manchester United eigast við í fyrri undanúrslitaleik sínum í enska deilabikarnum í kvöld.
Ljóst er að um stærsta möguleika beggja liða á að vinna titil á þessari leiktíð er að ræða og því mikið undir.
The Sun tók saman líklegt byrjunarlið United. Þar er gert ráð fyrir aðeins einni breytingu frá tapinu gegn Arsenal um helgina. Casemiro kemur þar inn fyrir Scott McTominay, en Brasilíumaðurinn tók út leikbann gegn Skyttunum.
Erik ten Hag er þá án manna á borð við Diogo Dalot, Jadon Sancho og Anthony Martial.
Leikurinn hefst klukkan 20 í kvöld.
Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið United.