Ofurtölvan góða hefur stokkað spilastokkinn sinn eftir nýafstaðna helgi í enska boltanum og nýjasta spá hennar ætti að kæta stuðningsmenn Arsenal en fara afar illa í stuðningsmenn Chelsea og Liverpool.
Rætist nýjasta líkan ofurtölvunnar mun Arsenal bera sigur úr býtum í ensku úrvalsdeildinni og hafa betur í titilbaráttunni við Manchester City sem hún setur í 2. sæti.
Þá eru góðar fréttir að finna í líkaninu fyrir stuðningsmenn Newcastle United sem spáð er 3. sæti sem er jafnframt Meistaradeildarsæti. Manchester United mun síðan enda í topp fjórum.
Ekki er hins vegar að finna góðar fréttir fyrir stuðningsmenn liða á borð við Tottenham, Chelsea og Liverpool í nýjasta líkani ofurtölvunnar. Liðin munu eiga erfitt uppdráttar það sem eftir lifir tímabils og ekki ná að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.
Þá eru tíðindi að finna á fallsvæði líkansins en gangi það eftir munu Bournemouth, Everton og Southampton falla niður í ensku B-deildina.
Spá ofurtölvunnar má finna í heild sinni hér fyrir neðan: