fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Glódís varpar ljósi á áhugaverða tengingu sína við Rúrik

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 20:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenski lands­liðsmið­vörðurinn Gló­dís Perla Viggós­dóttir, leik­maður þýska stór­liðsins Bayern Munchen er í skemmti­legu við­tali sem birtist á heima­síðu Bayern Munchen í dag. Í við­talinu talar Gló­dis meðal annars um rætur sínar á Ís­landi, gott hugar­far Ís­lendinga sem og þá skemmti­legu til­viljun að þrár ís­lenskar knatt­spyrnu­konur eru nú á mála hjá Bayern Munchen.

Gló­dís segir það af­skap­lega gott að geta talað ís­lensku á nýjan leik hjá fé­lags­liði sínu. Hún var á mála hjá sænska stór­liðinu Ros­engard í sex ár áður en hún gekk til liðs við Bayern og ís­lenska hennar farin að hraka.

„Ég talaði bara sænsku á tíma mínum hjá Ros­engard og í hvert skipti sem ég kom heim til Ís­lands leið­réttu amma mín og afi mig ef ég notaði vit­lausa mál­fræði. Ég notaði jafn­vel orð sem voru ekki til í ís­lensku máli. Það er gott að geta talað ís­lensku dag­lega núna.“

Í við­talinu er Gló­dís Perla einnig spurð út í það hvort hún viti hvaða Ís­lendingur hafi verið oftast ratað í fyrir­sagnirnar hjá þýskum miðlum undan­farin ár. Gló­dís svarar um hæl „Rúrik“ og á þar við fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­manninn í knatt­spyrnu, Rúrik Gísla­son sem vann stóran sigur í Dansað með stjörnunum í Þýska­landi.

Gló­dís varpar síðan ljósi á á­huga­verða tengingu sína við Rúrik frá fyrri tíð.

„Mamma hans var kennarinn minn,“ svarar hún hlægjandi við mikla undrun spyrilsins sem spyr þá á móti hvort það sé satt að á Ís­landi þekkist allir.

„Já sér í lagi þegar kemur að fót­bolta,“ svarar Gló­dís. „Heimurinn er lítill á Ís­landi. Rúrik var á mála hjá sama fé­lagi og ég, ég sá hann mjög oft en við töluðum aldrei saman.“

Viðtalið við Glódísi í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“