fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 12:00

Keisaramörgæsir. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið áður óþekkta nýlendu keisaramörgæsa á Verlegar Point á vesturhluta Suðurskautslandsins. Þar búa um 500 fuglar. Nú er vitað um 66 nýlendur keisaramörgæsa í heimsálfunni köldu að sögn vísindamanna hjá the British Antarctic Survey.

Sky News segir að vísindamenn hafi fundið nýlenduna með því að notast við gervihnattarmyndir. Á þeim sást skítur fuglanna, sem stingur mjög í stúf við hvítan snjóinn, og þannig áttuðu vísindamenn sig á tilvist nýlendunnar.

Dr Peter Fretwell, sem stýrði rannsókninni, sagði að þetta sé mjög spennandi uppgötvun og að nýjar gervihnattarmyndir hafi gert vísindamönnum kleift að finna margar nýjar mörgæsanýlendur. Hann sagði að það séu góðar fréttir að þessi nýlenda hafi fundist  en eins og margar nýlendur, sem hafa fundist nýlega, þá sé hún lítil og á svæði sem hefur orðið illa fyrir barðinu á ístapi.

Vísindamenn hafa leitað að áður óþekktum mörgæsanýlendum síðustu 15 árin með því að notast við gervihnattarmyndir. Þeir hafa nánar tiltekið leitað að ummerkjum um mörgæsaskít á þeim.

Helmingur þekktra nýlenda hefur fundist með því að notast við gervihnattarmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu