Sky News segir að lögreglan hafi einnig skýrt frá því að maðurinn hafi hugsanlega verið haltur, verið með brotna framtönn og með áverka á nefi og kjálka. Þessa áverka hlaut hann ekki svo löngu áður en hann lést.
Lögreglan telur að hann hafi verið 25 til 34 ára þegar hann lést. Ekkert bendir til að honum hafi verið ráðinn bani. Sérfræðingar segja þó að áverkarnir, sem hann hlaut áður en hann lést, hafi hugsanlega haft áhrif á útlit hans, lífsgæði og göngulag.
Maðurinn var hvítur Evrópumaður. Hann var í bláum Topman stuttermabol, blárri peysu með rennilás og bar hún merkið Greek Pennsylvania. Hann var í ljósum gallabuxum og svörtum vatnsheldum gönguskóm sem voru seldir í Lidl.
Í Nike-bakpoka, sem fannst nærri líkinu, voru snyrtiáhöld, fatnaður, heyrnartól, hleðslutæki, kveikjari og sígarettubréf.