Yahoo! News segir að nú geti Cameron státað sig af að vera eini leikstjórinn sem hefur leikstýrt þremur myndum sem hafa farið yfir tveggja milljarða dollara markið.
Hinar tvær eru Titanic, sem var gerð 1997, og fyrsta Avatar-myndin en hún var gerð 2009. Fyrri Avatar-myndin nálgast nú hægt og bítandi þriggja milljarða dollara markið en nú eru tekjurnar af henni komnar í 2,94 milljarða dollara.
Auk Avatar-myndanna og Titanic þá hafa tvær Avengers-ofurhetjumyndir og ein Star Wars mynd rofið tveggja milljarða dollara múrinn.
Þriðja Avatar-myndin verður frumsýnd á næsta ári.