fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 06:47

Hugh Hefner og Holly Madison. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plaboykanínurnar svokölluðu voru þekktar fyrir að lifa í vellystingum í Playboyhöll Hugh Hefner og fyrir að vera yfirleitt í ansi litlum fatnaði og með kanínueyru. En lífið í höllinni var ekki eintóm gleði og hamingja. Bak við luktar dyrnar fór ýmislegt ógeðfellt fram.

Í þáttunum „The Girls Next Door“ sem voru sýndir frá 2005 til 2010 gátu áhorfendur fengið innsýn í líf kvennanna í Playboyhöllinni. Þættirnir fjölluðu um þær og Hefner og ótrúlegan lífsstíl þeirra þar sem ekkert var til sparað og samkvæmi voru nær daglegt brauð.

Í gær var ný heimildarmyndaþáttaröð tekin til sýninga hjá Discovery + í Bandaríkjunum. Hún heitir „The Playboy Murders“. Holly Madison er meðal þeirra sem standa að gerð þáttanna að sögn Dagbladet sem segir einnig að þættirnir sýni að lífið í Playboyhöllinni var ekki eins glæsilegt og látið var í veðri vaka. Madison bjó í Playboyhöllinni árum saman en hún var unnusta Hefner frá 2001 til 2008.

Í þáttunum kemur fram að „morð, nauðganir og samsæriskenningar“ voru hluti af hinu daglega lífi í höllinni.

Í þáttunum er einnig fjallað um hörmuleg dauðsföll Playboykanína. Í fyrsta þættinum er það morðið á Jasmine Fiore sem er til umfjöllunar. Nakið og sundurhlutað lík hennar fannst í ferðatösku sem hafði verið hent í ruslagám.

Jasmine Fiore

 

 

 

 

 

 

Í fyrstu var ekki hægt að bera kennsl á líkið því það vantaði fingurna á það og tennurnar höfðu verið rifnar úr. Það var því ekki hægt að leita í fingrafaraskrám né nota tannlæknaskýrslur.

En lögreglan dó ekki ráðalaus og notaði sílikonpúðana, sem höfðu verið settir í brjóst Fiore, til að bera kennsl á hana. Þeir voru með raðnúmeri og þannig var hægt að rekja þá til læknisins sem setti þá í hana og finna út af hvaða konu líkið var.

Ryan Alexander Jenkin, eiginmaður hennar, var grunaður um að hafa myrt hana en þegar lögreglan ætlaði að handtaka hann greip hún í tómt því hann fannst látinn á mótelherbergi. Hann hafði fyrirfarið sér að sögn CBS News.

Lögreglan sagði á sínum tíma að bréf hefði fundist þar sem Jenkin sagðist elska Fiore en hafi verið reiður því hann taldi að hún hefði haldið framhjá honum.

Holly Madison þekkti Fiore ekki persónulega en sagði í samtali við New York Post að hún hafi átt sér sögu þess að vera misnotuð af karlmönnum. „Jasmine var þolandi hryllilegs glæps og var í ofbeldisfullu sambandi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum