fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sjö bændur skotnir til bana á tveimur býlum í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 05:21

Frá vettvangi í Half Moon Bay. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö bændur voru skotnir til bana á tveimur bóndabýlum nærri bænum Half Moon Bay í Kaliforníu í gær. Bærinn er um 500 km norðvestan við San Francisco.

NBC hefur eftir Debbie Ruddock, sveitarstjórnarmanni á svæðinu, að fórnarlömbin hafi verið kínverskir bændur.

67 ára maður var handtekinn vegna morðanna klukkan 16.40 í gær að staðartíma. Þá voru um tvær og hálf klukkustund liðin frá morðunum. Nafn hans er sagt benda til þess að hann sé af kínverskum uppruna. Bíll hans fannst á bifreiðastæði við spennistöð. Vopn fundust í bílnum. Hann veitti ekki mótspyrnu við handtökuna.

Árásirnar voru gerðar á Mountain Mushroom Farm og Concord Farms. ABC7 hefur eftir lögreglumönnum að hinn handtekni hafi starfað á öðrum eða báðum bæjunum og að hinir látnu hafi verið vinnufélagar hans.

Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem fjöldamorð er framið í Kaliforníu. Um helgina voru 11 skotnir til bana í Monterey Park í Los Angeles.

Í gær voru tveir unglingar skotnir til bana í skóla í Iowa. Það er því lítið lát á ofbeldisverkum í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður