Linnulaus mótmæli ákveðins stuðningsmannakjarna enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og þrýstingur, þess efnis að breytingar verði gerðar á Stretford End stúku Old Trafford, hafa loks borið árangur.
Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að fara í breytingar á stúkunni, sem inniheldur aðal stuðningsmannakjarna Manchester United, og frá og með tímabilinu 2024-2025 verður ekki lengur að finna þar 850 „fínni sæti“.
Það er Daily Mail sem greinir frá vendingunum en lengi vel hafa stuðningsmenn Manchester United barist fyrir því að umrædd sæti, sem margir kaupa dýrum dómi, verði ekki lengur að finna í stúkunni. Þau passi einfaldlega ekki inn í skipulagið í Stretford End sem er háværasti hluti Old Trafford.
Í stað þessa „fínni sæta“, sem gefa aðgang að Alþjóðlegu svítu leikvangsins munu koma hefðbundin sæti sem finna má á leikvanginum.