Arsenal og Manchester City, efstu tvö liðin í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir hafa bæði bætt nýjum leikmönnum við leikmannahópa sína í kvöld.
Pólski miðvörðurinn Jakub Kiwior er orðinn leikmaður Arsenal sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu og leik til góða á Manchester City.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því í kvöld að allt sér klappað og klárt varðandi félagsskipti Kiwior til Arsenal. Hann gengur til liðs við félagið frá Spezia á Ítalíu fyrir um 25 milljónir evra.
„Það er frábært að Jakub hafi gengið til liðs við okkur,“ segir Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal um nýjasta leikmann félagsins. „Hann er ungur og fjölhæfur varnarmaður sem hefur sýnt að mikið er í hann spunnið hjá Spezia í ítölsku úrvalsdeildinni sem og með pólska landsliðinu. Jakob er leikmaður sem styrkir okkur og gefur okkur meiri gæði í varnarleiknum. Við bjóðum hann og fjölskyldu hans velkomna til Arsenal og hlökkum til samstarfsins.“
Official, confirmed. Jakub Kiwior joins Arsenal on €25m deal from Spezia ⚪️🔴🇵🇱 #AFC
Here we go ✅ @Arsenal pic.twitter.com/x0P6Xrn8lR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 23, 2023
Þá greinir Romano einnig frá því í kvöld að argentínska hæfileikabúntið Máximo Perrone sé orðinn leikmaður Manchester City. Hann gengur til liðs við félagið frá Vélez á rúmar 9 milljónir evra og skrifar undir samning til ársins 2028 við Manchester City.
Perrone er 20 ára gamall miðjumaður, uppalinn hjá Vélez. Hann á að baki 33 leiki fyrir aðallið Velez og hefur í þeim leikjum skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar
Official and here we go now confirmed. Argentine talent Máximo Perrone joins Manchester City from Vélez on €9m deal. Contract until June 2028. ⭐️🇦🇷 #MCFC
Pep Guardiola spoke about Perrone with Argentina Sub20 coach Javier Mascherano… and now he will be City player. pic.twitter.com/gkNunnHpTe
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 23, 2023