Wanda Nara, fyrrum eiginkona argentínska knattspyrnumannsins Mauro Icardi virðist sátt með sitt nýja líf fjarri knattspyrnumanninum ef marka má nýjustu færslur hennar á samfélagsmiðlum.
Árið 2022 reyndist ansi stormasamt þegar kemur að sambandi Wöndu og Icardi. Hún greindi frá því í síðasta mánuði að þau hafi ákveðið að hætta með öllu að hitta hvort annað eftir að hafa reynt að bjarga sambandinu í fríi á Maldiví-eyjum.
Wanda var á sínum tíma ekki bara maki Icardi heldur einnig umboðsmaður hans. Því hefur nú verið komið í kring að hún gegni því starfi ekki lengur eftir að upp komu vandamál í tengslum við hana og lánssamning Icardi til tyrkneska úrvalsdeildarfélagsins Galatasaray.
Sjálfur hefur Icardi jafnað sig af meiðslum sem voru að hrjá hann í aðdraganda HM. Hann hefur byrjað undanfarna tvo leiki hjá Galatasaray og spilaði í þeim 90 mínútur og skoraði til að mynda eitt marka liðsins í 2-1 sigri gegn Antalyaspor um nýliðna helgi.
Icari er á láni hjá Galatasaray um þessar mundir frá franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain.
Hér að neðan má sjá færslur Wöndu og myndir af henni í bikiníum sem „sjást varla“ eins og ensku götublöðin orða það.
View this post on Instagram
View this post on Instagram