Cristiano Ronaldo lék í fyrradag sinn fyrsta mótsleik fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu þegar að liðið vann 1-0 sigur á Al-Errifaq. Ronaldo var í byrjunarliði Al-Nassr og bar fyrirliðabandið í leiknum.
Knattspyrnuáhugafólk hefur sumt furðað sig á myndbirtingu Ronaldo í færslu sem hann birti eftir leikinn þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með fyrsta leikinn í treyju Al-Nassr.
Á einni myndinni má sjá Ronaldo reyna við hjólhestaspyrnu en það er ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að hann náði ekki að hitta boltann í umræddri hjólhestaspyrnu. Þessi staðreynd fór alls ekki fram hjá knattspyrnuáhugafólki á samfélagsmiðlum.
„Fyrsti leikurinn, fyrsti sigurinn. Vel gert strákar. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning,“ skrifaði Ronaldo á Instagram eftir leik.
Al-Nassr er á toppi sádi-arabísku deildarinnar með 33 stig, stigi á undan Al-Hilal en á einnig leik til góða.
View this post on Instagram
🔥RONALDO NEARLY SCORES BICYCLE KICK ATTEMPT pic.twitter.com/R99lk5UMpY
— RONALDO FC (@zach04496) January 22, 2023