fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sigmundur játaði vörslu á barnaklámsteiknimyndum – Dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 15:57

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt mann á fertugsaldri fyrir vörslu á teiknuðum myndum og myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Maðurinn, Sigmundur Þórir Jónsson, var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir brot sín. Þá var Sigmundi einnig gert að sæta umsjón og fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Um er að ræða úrræði á vegum Neyðarlínunnar þar sem hópur sálfræðinga sem aðstoðar fólk sem hefur áhyggjur af af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi.

2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið

Í dómnum kemur fram að barnaklámsefnið, alls 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið, hafi verið haldlagt við húsleit heima hjá Sigmundi árið 2019 þar sem hald var lagt á Samsung Galaxy-síma hans og Toshiba Satelite fartölvu hans. Hann hafi skýlaust játað brot sín en það var metið til refsilækkunar hversu lengi málið hafi verið í vinnslu hjá lögreglu.

Þá kemur fram að þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, sé að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, meðal annars, í tengslum við gerð slíks efnis. Efnið sé af afar grófu tagi og geti verið til þess að hvetja til brota gegn börnum  þótt brotið sem slíkt beinist í reynd ekki að barni.

Sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot árið 2020

Sigmundur gerðist  sekur um blygðunarsemisbrot árið 2020 og verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsi vegna þess en að öðru leyti hafi sakaferill hans ekki áhrif á dóminn. Þá kemur fram að hann hafi leitað til sálfræðings og sé fús til frekari meðferðarvinnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp