fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi

Eyjan
Mánudaginn 23. janúar 2023 14:27

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA)  vöktu athygli á því í Mánudagsmolum í dag  hvaða áhrif brottfall afturvirkni kjarasamninga geti haft á félagsmenn Eflingar.

Í þeirri samantekt er rakið að nú stefni Efling á verkfallsaðgerðir eftir að hafa hafnað tilboði SA sem byggði á á þeim samningum sem þegar höfðu verið gerðir við annað verkafólk og „mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði“ fyrir áramót.

Með því að hafnað tilboðinu hafi Efling líka hafnað afturvirkum kjarasamning frá 1. nóvember, eða með öðrum orðum leiðréttingu. launa þrjá mánuði aftur í tímann.

„Hvað felur tilboð SA í sér og hvað þýðir það fyrir Eflingarfólk ef kemur til verkfalls og afturvirkni fellur niður? Til að svara þessum spurningum hafa SA reiknað nokkur dæmi eftir ólíkum launaflokkum. Útreikningar byggja á samningi SA og SGS, að Eflingu undanskilinni, sem gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.“ 

Áhrif brottfalls afturvirkni

Dæmin voru eftirfarandi og er þar sérstaklega tilgreint hvaða áhrif brottfall á afturvirkni hefur í för með sér:

Taxtafólk

Um helmingur starfsfólks innan SGS alls er á launum skv. töxtum.

Nokkur dæmi

  • Launaflokkur 17 – Hópbifreiðastjórar

Miðað er við 3 mánuði sem glatast af afturvirkni með 1-3 ára starfsreynslu og 44% vægi álagsgreiðslna, yfirvinnu o.fl. ofan á grunnlaun.*

Samningurinn hækkar regluleg heildarlaun úr 570.812 kr. í 630.689 kr . á mánuði. Á 15 mánuðum skilar það samtals 898.153 kr. í hærri tekjur. Brottfall afturvirkni dregur hins vegar úr tekjunum um 179.631 kr. svo aukningin er 718.522 kr.

  • Launaflokkur 5 – Almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa

Miðað er við 3 mánuði sem glatast af afturvirkni með 1-3 ára starfsreynslu og 44% vægi álagsgreiðslna, yfirvinnu o.fl. ofan á grunnlaun.

Samningurinn hækkar regluleg heildarlaun úr 534.082 kr. í 588.404 kr . á mánuði. Á 15 mánuðum skilar það samtals 814.831 kr. í hærri tekjur. Brottfall afturvirkni dregur hins vegar úr tekjunum um 162.966 kr. svo aukningin er 651.865 kr.

  • Annað starfsfólk (tekur laun hærri en laun skv. töxtum

Miðað er við 3 mánuði sem glatast af afturvirkni með 1-3 ára starfsreynslu og 44% vægi álagsgreiðslna, yfirvinnu o.fl. ofan á grunnlaun.

Samningurinn hækkar regluleg heildarlaun úr 728.446 kr. í 775.966 kr. á mánuði. Á 15 mánuðum skilar það samtals 712.800 kr. í hærri tekjur á samningstímanum. Brottfall afturvirkni dregur hins vegar úr tekjunum um 142.560 kr. svo aukningin er 570.240 kr.

* meðaltal álagsgreiðslna skv. gögnum Hagstofu.

SA tóku einnig fram að markmið með nýgerðum kjarasamningum SA og Starfsgreinasambandinnu hafi markmiðið verið að standa vörð um kaupmátt og byggja brú yfir í nýjan langtímasamning.

Séu SA tilbúin til að ræða aðlögun kjarasamnings SGS að stöðu Eflingarfólks, en þó innan kostnaðarramma og meginlína þess samnings.

„SA hafa hins vegar ekki séð málefnalegar forsendur fyrir greiðslu sérstaks framfærsluálags á félagssvæði Eflingar á höfuðborgarsvæðinu, Kjós, Hveragerði, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Efling hefur hins vegar talið að áherslur í kjarasamningi SGS, þar sem verkafólk með starfsreynslu fékk viðbótarhækkanir umfram byrjendur með breytingum á launatöflu, henti ekki félagsfólki Eflingar. SA eru enn sem áður tilbúin að ræða nánar stöðu Eflingarfólks, enda samþykki Efling að það verði gert innan kostnaðarramma og meginlína kjarasamnings SGS.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast